sun 25.ágú 2013
[email protected]
Ellert: Svekkjandi að fara ekki heim með þrjú stig
Ellert Hreinsson framherji Blika hefði viljað fá meira út úr leik dagsins í Ólafsvík. "Já það er vissulega svekkjandi að taka ekki með sér þrjú stig. Við fengum virkilega færin til þess, sérstaklega í fyrri hálfleik."
Eftir tvö jafntefli í röð á Vesturlandi fannst Ellert ljóst hvað væri framundan hjá Blikum. "Það þýðir ekkert að gráta í koddann núna, það er bara að spýta í lófana og ná í þrjú stig næst" Varnarlína heimamanna var ekkert að víla fyrir sér að taka vel á fyrrum Víkingnum Ellert, fannst honum einhvern tíma full mikið af því góða í þeim efnum? "Neinei, þetta var bara hressandi! Þeir eru líkamlega sterkir Ólsararnir en það er alltaf gaman að kljást við svoleiðis. Hvað heldur Ellert um framhaldið hjá fyrrum félögum sínum í þeirra fallbaráttu? "Þeir líta vel út núna, hafa ekki tapað í þónokkurn tíma svo þetta lítur bara vel út hjá þeim" Nánar er rætt við Ellert í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
|