þri 17.sep 2013
[email protected]
Börkur Edvards: Fráleit ummæli
 |
Edvard Börkur Edvardsson (til vinstri). |
Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist taka afsökunarbeiðni sem Jón Rúnar Halldórsson formaður FH og Lúðvík Arnarsson varaformaður sendu frá sér eftir leik liðanna í gærkvöldi.
Upp úr sauð eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í gærkvöldi og nánast kom til handalögmála á milli Jóns Rúnars og Edvards Barkar og þurfti að ganga á milli þeirra.
Bæði Lúðvík og Jón Rúnar fullyrtu síðan við blaðamenn að Börkur hirði sjálfur peninga þegar hann selur leikmenn frá Val og stingi í eigin vasa.
Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni í gærkvöldi og Börkur segir þessi ummæli þeirra fráleit. ,,Það voru fráleit ummæli látin falla í hita leiksins sem beðist var afsökunar á og þar með er málinu lokið frá minni hendi," sagði Börkur við Fótbolta.net í dag.
,,Þeir eru búnir að biðjast afsökunar og ég tek það gilt," bætti Börkur við en hann vildi ekki tjá sig frekar.
Sjá einnig: Yfirlýsing FH: Hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar Formenn FH: Börkur tekur prósentur af sölu leikmanna Sauð uppúr í Kaplakrika - Formennirnir rifust og Davíð sá rautt
|