þri 06.maí 2014
[email protected]
Breiðablik og KR mætast í Garðabæ
 |
Samsung völlurinn. |
Breiðablik og KR mætast í 2. umferð Pepsi-deildarinnar á Samsung vellinum í Garðabæ á fimmtudag klukkan 19:15.
Kópavogsvöllur kemur illa undan vetri eins og fleiri vellir á höfuðborgarsvæðinu og hann er ekki klár í slaginn fyrir leikinn á fimmtudagskvöld.
Blikar víxluðu á heimaleik við FH-inga í fyrstu umferð en sá leikur fór fram á Kaplakrikavelli í gær en ekki í Kópavoginum.
Samsung völlurinn er ekki í notkun á fimmtudagskvöld þar sem Stjörnumenn eiga útileik við ÍBV í Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að þrír af sex leikjum í annarri umferðinni fara fram á gervigrasi en Víkingur og Fram mætast á gervigrasvellinum í Laugardal sem og Valur og Keflavík.
|