sun 01.jún 2014
Gulli Jóns: Gríðarlega ánægður með þennan leik
Gunnlaugur var ánægður með sigurinn
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA var skiljanlega sáttur með sigur sinna manna gegn Þrótti en Þróttur hafði unnið alla leiki sína fram að þessu.

,,Ég er gríðarlega ánægður, þetta var erfitt eins og við vissum, við vorum að mæta toppliðinu, lið sem er með mikið sjálfstraust og búið að ganga vel hjá og ég var virkilega ánægður með þennan leik."

Guðlaugi fannst þetta vera sanngjarn sigur.

,,Já mér fannst það, við fengum fleiri færi, Trausti varði fimm eða sex sinnum meistaralega."

,,Vissulega fengu þeir sín færi en mér fannst við sterkari aðilinn og áttum þennan leik," sagði Guðlaugur

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.