mán 02.feb 2015
Coutinho hjá Liverpool til 2020 (Staðfest)
Philippe Coutinho er búinn að framlengja samning sinn við Liverpool um fimm og hálft ár.

Coutinho er búinn að brjótast inn í byrjunarliðið þar sem hann hefur myndað gott samband við Raheem Sterling í fremstu víglínum Liverpool.

Coutinho er aðeins 22 ára gamall og á þrátt fyrir það 66 deildarleiki að baki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 10 mörk.

Coutinho var aðeins 18 ára gamall þegar hann fór til Inter og lék yfir 30 leiki þar áður en hann kom til Liverpool í janúarglugganum fyrir tveimur árum.