lau 28.mar 2015
Lengjubikar: Blikar ekki í vandrćđum međ FH
Arnór Sveinn, fyrir miđju, sýndi mikiđ öryggi á vítapunktinum í dag
Breiđablik 3-0 FH
1-0 Davíđ Kristján Ólafsson (´8)
2-0 Arnór Sveinn Ađalsteinsson, víti (´35)
3-0 Arnór Sveinn Ađalsteinsson, víti ('79)
Rautt spjald: Pétur Viđarsson, FH (´35)

Breiđablik og FH mćttust í hádeginu í Lengjubikarnum en ţessi liđ hafa veriđ mikiđ í fréttum undanfariđ vegna félagsskipta Kristjáns Flóka Finnbogasonar.

Kristján Flóki var ekki í leikmannahópi FH í dag en Blikar tóku snemma öll völd á vellinum og héldu ţeim allan leikinn.

Davíđ Kristján Ólafsson kom Blikum í 1-0 strax á áttundu mínútu. Eftir rúmlega hálftíma leik gerđi Pétur Viđarsson sig sekan um slćm mistök í vörn FH. Hann var verđlaunađur fyrir ţađ međ rauđu spjaldi og vítaspyrnu sem Arnór Sveinn Ađalsteinsson skorađi úr.

Arnór Sveinn fékk aftur tćkifćriđ á vítapunktinum á 79.mínútu eftir ađ Kassim Doumbia gerđist brotlegur innan teigs. Arnóri brást ekki bogalistin frekar en í fyrra skiptiđ og tryggđi Blikum verđskuldađan sigur.