mið 22.apr 2015
Liverpool fær að setja risagirðingar í kringum æfingasvæðið
Frá Melwood. Nú verður komið þar upp risagirðingum.
Borgarráð í Liverpool hefur samþykkt umsókn Liverpool þess efnis að fá að byggja risagirðingu í kringum æfimgasvæði félagsins á Melwood.

Félagið vill koma í veg fyrir að fólk komi og horfi á æfingar liðsins og taki jafnvel myndbönd.

Borgarráð samþykkti ósk Liverpool þess efnis að komið verði upp 4,15 metra hárri girðingu í kringum völlinn sem hægt verður að draga saman svo hún verði ekki uppi öllum stundum.

Félagið segir að girðingin verði alltaf dregin saman þegar liðið er ekki á æfingum en rúmlega ár er síðan félagið byrjaði plön þessa efnis.

Með því að draga girðinguna saman mun hún síður hafa truflandi áhrif á nágranna svæðisins auk þess sem grasið á auðveldara með að vaxa.