fim 07.maí 2015
[email protected]
Guðjón Lýðs: Ég fíla ekki að vera á bekknum
Guðjón Pétur Lýðsson kom inn í hálfleik þegar Fylkir og Breiðablik áttust við í Pepsi-deildinni. Hann var ekki búinn að vera lengi inná vellinum þegar hann fór á vítapunktinn og skoraði 1-1 sem urðu lokatölur.
Guðjón var ánægður með Gunnleif Gunnleifsson markvörð sem varði víti og kom í veg fyrir að Fylkir kæmist yfir 2-1.
„Gulli bjargaði okkur meistaralega með því að verja þetta víti. Við hljótum að vera nokkuð sáttir," sagði Guðjón.
„Þeir sem þekkja mig vita það að ég fíla ekki að vera á bekknum. Ég var staðráðinn í að gera eitthvað af viti þegar ég kom inná og það tókst ágætlega." Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
|