þri 26.maí 2015
Gulli: Vantaði bit í varnar og sóknarleikinn
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Breiðablik í kvöld. Annar tapleikur ÍA í röð staðreynd og liðið situr sem fastast í 10. sæti deildarinnar með 4 stig.

„Sjálfsögðu er vonbrigði að tapa. Mér fannst fyrri hálfleikurinn að mörgu leyti góður, þá sérstaklega varnarleikur liðsins. Það eru vonbrigði að ná ekki að nýta þær fjölmörgu stöður sem við náðum að koma okkur í, til að refsa þeim."

„Því miður náðum við ekki að halda því áfram í seinni hálfleik. Það vantaði bit í varnar og sóknarleikinn. Við lentum í eltingaleik sem er alltaf hættulegt gegn Breiðablik," sagði Gunnlaugur.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.