sun 31.maí 2015
[email protected]
Kiddi Jóns: Ætluðum að slökkva í Stjörnumönnum
 |
Kristinn átti stórleik í liði Breiðabliks í kvöld. |
Kristinn Jónsson átti frábæran leik í vinstri bakverði Breiðabliks í kvöld. Hann átti þátt í öllum þremur mörkum Breiðabliks í 3-0 sigri á Stjörnunni í kvöld.
„Þetta spilaðist alveg eins og við ætluðum að spila. Við ætluðum að vinna þennan leik. Við ætluðum að slökkva í þessum Stjörnumönnum og það tókst í dag," sagði Kristinn.
Hann fékk dæmda vítaspyrnu sem Guðjón Pétur skoraði úr og kom Blikum yfir í leiknum 1-0. Kristinn segir enganvafa að um brot hafi verið að ræða.
„Þetta var alltaf víti. Hann sparkaði það hátt að það fór í hnéð á mér. Þetta var 100% víti. Ég hefði annars alltaf skorað úr færinu." Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
|