lau 16.jan 2016
[email protected]
Fótbolti.net mótið: Skagamenn lögðu Íslandsmeistarana
 |
Skagamenn eru á toppi riðils 1 ásamt KR-ingum. |
Skagamenn lögðu Hafnfirðinga og Blikar höfðu betur gegn Ólafsvíkingum í fyrstu leikjum dagsins í Fótbolta.net mótinu.
Steven Lennon kom FH yfir gegn ÍA í Akraneshöllinni en Arnór Snær Guðmundsson og Steinar Þorsteinsson stálu sigrinum fyrir heimamenn á lokamínútum leiksins.
Blikar mættu Víkingi Ólafsvík í Fífunni og gerði Atli Sigurjónsson eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
Stöðuna í riðli 1 er hægt að sjá hér fyrir neðan, þó það gæti vantað sigur ÍA inn á töfluna í fyrstu. Ólsarar eru stigalausir á botni riðils 2 og Blikar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir.
A deild - Riðill 1: ÍA 2 - 1 FH 0-1 Steven Lennon ('3)
1-1 Arnór Snær Guðmundsson ('80)
2-1 Steinar Þorsteinsson ('89)
A deild - Riðill 2: Breiðablik 1 - 0 Víkingur Ólafsvík 1-0 Atli Sigurjónsson ('41, víti)
|