sun 25.sep 2016
Gulli Jóns: Vorum ekki međ fyrsta hálftímann
Gunnlaugur Jónsson, ţjálfari ÍA, var sáttur eftir sigur sinna manna gegn Blikum í Pepsi-deildinni í dag.

Gulli viđurkennir ađ heppni hafi spilađ inn í sigur Skagamanna sem áttu slakan fyrri hálfleik.

„Leikurinn var kaflaskiptur. Viđ byrjuđum hrćđilega fyrsta hálftímann og vorum ekki međ í leiknum. Ţeir fengu ansi góđ fćri sem ég held ađ ţeir ćttu ađ nýta en viđ náđum einhvern veginn ađ halda núllinu í hálfleik," sagđi Gulli eftir leik.

„Mér fannst viđ flottir í seinni hálfleik, virkilega ţéttir, fastir fyrir og skoruđum gott mark."

Skagamenn eru međ 31 stig eftir sérstaklega góđan árangur í heimaleikjum og hrósađi Gulli Hafţóri Péturssyni í hástert fyrir frammistöđu sína í sínum fyrstu tveimur leikjum í efstu deild íslenska boltans.

„Hann var mjög flottur á móti Stjörnunni og átti ţar skínandi leik. Var í smá brasi í fyrri hálfleik í dag en steig svo upp og var virkilega sterkur í síđari hálfleik. Oft á tíđum er eins og hann hafi mikla reynslu á bakinu."