ţri 14.nóv 2017
Svekkjandi jafntefli niđurstađan gegn Katar
Jafntefli gegn Katar.
Viđar Örn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Katar 1 - 1 Ísland
0-1 Viđar Örn Kjartansson ('26)
1-1 Mohammed Muntari ('91)
Lestu nánar um leikinn

Íslandi gerđi svekkjandi jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik sem fram fór í Doha í dag.

Fyrri hálfleikurinn var jafn framan af, en á 26. mínútu komst Ísland yfir. Viđar Örn Kjartansson skorađi ţá eftir ađ boltinn barst til hans inn í teignum.

Viđar klárađi fćri sitt afar vel, en hann var ađeins ađ skora sitt annađ landsliđsmark í 16 landsleikjum. Hann fagnađi markinu međ ţví ađ „sussa".

Ísland leiddi 1-0 í hálfleik ţrátt fyrir nokkuđ ţunga pressu frá liđi Katar undir lok hálfleiksins.

Ísland breytti í ţriggja manna vörn í hálfleik og var uppleggiđ ađ vera aftarlega í seinni hálfleiknum. Katar var meira međ boltann án ţess ţó ađ skapa sér mikiđ af hćttulegum fćrum.

Ţeim tókst ţó ađ skapa sér eitt slíkt á 91. mínútu. Ţá kom löng sending inn á teiginn og Mohamed Muntari fékk nćgan tíma til ađ athafna sig. Hann tók boltann niđur og skorađi.

Lokatölur 1-1 í Katar í dag, en Ísland fer heim međ tap gegn Tékklandi og ţetta jafntefli á bakinu. Ekki bestu úrslit í heimi, en íslenska landsliđiđ hefur veriđ ţekkt fyrir ţađ, ef svo má segja, ađ ganga ekki vel í vináttulandsleikjum. Svo ţegar komiđ er í mótsleiki ţá fer vélin frćga ađ malla.

Liđ Íslands í dag:
12. Ögmundur Kristinsson (Ingvar Jónsson 46)
2. Diego Jóhannesson (Theodór Elmar Bjarnason 65)
3. Jón Guđni Fjóluson
6. Ragnar Sigurđsson (Sverrir Ingi Ingason 46)
9. Viđar Örn Kjartansson (Kjartan Henry Finnbogason 46)
10. Gylfi Ţór Sigurđsson
15. Rúnar Már Sigurjónsson
19. Rúrik Gíslason
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Ari Freyr Skúlason (Aron Einar Gunnarsson 79)
24. Arnór Smárason (Hjörtur Hermannsson 46)

Hér ađ neđan eru fleiri myndir úr leiknum.