fim 07.des 2017
Þjálfari Shakhtar mætti eins og Zorro á fréttamannafund
Fonseca hress á fréttamannafundinum í gær.
Paulo Fonseca, þjálfari Shakhtar Donetsk, mætti í búningi Zorro á fréttamannafund eftir 2-1 sigur á Manchester City í gær.

Manchester City hafði ekki tapað í 28 leikjum í röð áður en kom að leiknum gegn Shakhtar.

Með sigrinum náði úkraínska liðið að tryggja ser sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fonseca mætti eins og Zorro á fréttamannafundinn eftir leik en hann hafði lofað að gera það ef Shakhtar myndi komast áfram.

„Þetta er skemmtilegasti fréttamannafundurinn á ferli mínum," sagði Fonseca.