fim 07.des 2017
Arnór Ingvi til Malmö (Staðfest)
Arnór Ingvi er mættur til sænsku meistaranna.
Sænsku meistararnir í Malmö hafa keypt Arnór Ingva Traustason í sínar raðir frá Rapid Vín í Austurríki.

Arnór Ingvi hefur undanfarna mánuði verið í láni hjá AEK Aþenu í Grikklandi en þar hefur hann fengið fá tækifæri.

Arnór hefur nú gert samning við Malmö sem gildir til ársins 2021.

Hinn 24 ára gamli Arnór sló í gegn í sænsku úrvalsdeildinni árið 2015 þegar hann varð meistari með Norrköping en nokkrum mánuðum síðar keypti Rapid Vín hann í sínar raðir.

Arnór Ingvi er uppalinn hjá Keflavík en hann hefur skorað fimm mörk í fimmtán landsleikjum á ferlinum. Þar á meðal skoraði hann frægt sigurmark gegn Austurríki á EM í fyrra.