fös 29.des 2017
[email protected]
Leikur í Vestmannaeyjum á sama tíma og Þjóðhátíð
 |
Áhorfendur sátu hringinn í kringum völlinn á leik ÍBV og FH árið 2013. |
ÍBV og Fylkir mætast í Pepsi-deild karla á laugardegi um Verslunarmannahelgina en KSÍ birti í dag leikjaniðurröðun fyrir Pepsi-deild karla.
15. umferðin í deildinni hefst laugardaginn 4. ágúst með leik ÍBV og Fylkis en aðrir leikir í umferðinni fara fram þriðjudaginn 7. ágúst og miðvikudaginn 8. ágúst.
Búast má við miklum fjölda áhorfenda á leikinn í Eyjum þann 4. ágúst enda er Þjóðhátíð í gangi á sama tíma. Árið 2013 mættu rúmlega 3000 áhorfendur á Hásteinsvöll á leik FH og ÍBV sem fór fram á laugardegi á Þjóðhátíð.
Sjáðu uppröðunina: Pepsi-deild karla Pepsi-deild kvenna Inkasso-deild karla
|