fös 12.jan 2018
Spánn: Eitt mark dugði Getafe gegn Malaga
Getafe 1 - 0 Malaga
1-0 Juan Cala ('73 )

Fyrsti leikur 19. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar var leikur Getafe og Malaga.

Staðan var markalaus í hálfleik en Juan Cala kom heimamönnum yfir á 73. mínútu.

Mark Juan Cala reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan því 1-0 sigur Getafe.

Getafe er í áttunda sæti deildarinnar en Malaga hins vegar í fallsæti.