þri 13.feb 2018
Fyrrum þjálfari Nígeríu: Skiljum ekki hvernig Ísland spilar
Samson Siasia, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Nígeríu, er orðinn spenntur fyrir HM í sumar.

Nígería verður í riðli með Argentínu, Króatíu og Íslandi á mótinu sem er í Rússlandi.

Siasia líst nokkuð vel á riðilinn og telur að Nígería geti farið upp úr honum. Nígería þekkir Argentínu vel eftir að hafa unnið þá í vináttulandsleik í nóvember 4-2.

Nígeríumenn þekkja hins vegar ekki Króatíu og Ísland jafnvel.

„Við þekkjum Argentínu mjög vel en við skiljum ekki hvernig Króatía og Ísland spila," sagði Siasia við Goal.com.

„Það væri gott að ná í sigur og jafntefli gegn þessum liðum (Króatíu og Íslandi) og ég held við náum jafntefli gegn Argentínu og fljúgum upp úr þessum riðli."