mán 16.apr 2018
Coutinho snýr aftur á Anfield og hitar Króata upp
Philippe Coutinho yfirgaf Liverpool í janúar.
Króatía og Brasilía munu spila vináttulandsleik á heimavelli Liverpool, Anfield, þann 3. júní næstkomandi.

Ísland fær lærisveina Lars Lagerback í Noregi í heimsókn á Laugardalsvöll kvöldið áður en Krótar takast á við stórstjörnu Brasilíu. Þetta er undirbúningsleikur fyrir HM í Rússlandi þar sem Ísland og Króatía eru saman í riðli.

Þetta verður í fjórða skipti sem Króatía og Brasilía mætast. Síðasti leikur liðanna var opnunarleikur HM 2014 í Brasilíu þar sem heimamenn höfðu betur, 4-1.

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho sem yfirgaf Liverpool fyrir Barcelona í janúar gæti komið við sögu í leiknum.