lau 26.maí 2018
[email protected]
Meistaradeildin í dag - Úrslitaleikurinn í opinni dagskrá
 |
Tekst Liverpool að koma í veg fyrir það að Real Madrid vinni Meistaradeildina þriðja árið í röð? |
Í kvöld er komið að einum stærsta leik ársins þegar úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í Kænugarði.
Eins og flestir vita eru það Real Madrid og Liverpool sem leika til úrslita í ár en Real Madrid hefur titil að verja en þeir hafa unnið þessa keppni síðustu tvö ár, síðasti sigur Liverpool í Meistaradeildinni kom árið 2005.
Real Madrid hafði betur gegn Bayern Munchen í undanúrslitunum, samanlagt 4-3. Liverpool sigraði hins vegar Roma samanlagt, 7-6.
Flautað verður til leiks í úrslitaleik Real Madrid og Liverpool í Meistaradeild Evrópu klukkan 18:45 en dómari leiksins kemur frá Serbíu og heitir Milorad Mazic.
Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni en hann á að vera í opinni dagskrá.
Laugardagur 26. maí - Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 18:45 Real Madrid - Liverpool (Stöð 2 Sport) Sjá einnig: Enska hringborðið - Lokauppgjör og upphitun fyrir risaleiki Líkleg byrjunarlið Real Madrid og Liverpool Láttu vaða - Ertu klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar? Landsliðsmenn spá í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid
|