mán 11.jún 2018
Patrick Vieira tekinn við Nice (Staðfest)
Patrick Vieira hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari OGC Nice í franska boltanum.

Nice endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili en Lucien Favre hætti og tók við Borussia Dortmund.

Vieira hóf þjálfaraferilinn með varaliði Manchester City og tók svo við New York City FC, systurliði Man City.

Vieira gerði mjög góða hluti hjá New York en hefur nú ákveðið að stíga stórt skref og byrja að þjálfa í franska boltanum.

Vieira er franskur og gerði garðinn frægan sem leikmaður Arsenal. Hann tekur við öflugu Nice liði en gæti misst lykilmenn á borð við Jean Michael Seri og Mario Balotelli í sumar.