fim 12.júl 2018
Símamótiđ í beinni í Sjónvarpi Símans
Í dag hefst Símamótiđ í 33. skipti á félagssvćđi Breiđabliks í Smáranum en ţađ stendur yfir fram á sunnudag.

Hćgt er ađ fylgjast međ beinni útsendingu frá mótinu í Sjónvarpi Símans um helgina.

Símamótiđ er stćrsta knattspyrnumót ársins og metţátttaka er á mótinu í ár en skráđ liđ eru 328 og munu rúmlega 2.200 stúlkur í 5., 6., og 7. flokki etja kappi ţessa ţrjá daga sem mótiđ fer fram.

Mótiđ hefst međ skrúđgöngu og skemmtun á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld ţar sem Ingó Veđurguđ mun koma fram.

Alls verđa leikirnir 1.312 og verđur spilađ á 32 völlum föstudag, laugardag og sunnudag og áćtlađ er ađ úrslitaleikir fari fram eftir hádegi á sunnudag.

Auk knattspyrnuleikja er fjölbreytt afţreyingardagskrá og á laugardagskvöldiđ mun Emmsjé Gauti skemmta.

Dagskrá mótsins og ađrar upplýsingar má nálgast á heimasíđu mótsins: simamotid.is.