fim 12.júl 2018
Mynd: Nýr þriðji búningur Liverpool
Liverpool hefur opinberað nýjan þriðja búning sinn fyrir komandi tímabil.

Á dögunum kynnti Liverpool til leiks varabúning sinn en hann er fjólublár.

Þriðji búningurinn er grár og minnir á varabúning félagsins þegar það vann síðast ensku úrvalsdeildina tímabilið 1989/1990.

Hér til hliðar má sjá mynd af þriðja búningnum.