ri 14.g 2018
Andri Fannar: Gott a f loksins sigur
Andri Fannar Freysson fyrirlii Njarvkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur átti góðan leik og var maður leiksins þegar lið hans lögði Hauka af velli 1-2 á Ásvöllum
„Gott að fá loksins sigur og vonandi koma þeir núna í röð núna nokkrir." Sagði Andri Fannar að vonum glaður eftir leik.

Andri Fannar var mjög sáttur með framlag liðsfélaga sinna eftir leikinn í kvöld.
„Ég er mjög sáttur með það, við lögðum upp með að berjast og reyna spila flottan fótbolta og það heppnaðist í dag við skoruðum 2 mörk og unnum leikinn."

Njarðvíkingar hafa ekki verið þekktir fyrir að skora mikið í sumar en fyrirliðinn vill meina að þetta sé einfaldleg bara búið að vera óheppni í sumar.
„Við erum búnir að vera óheppnir bara, við erum búnir að vera fá færi en þetta er bara ekki búið að vera detta fyrir okkur þannig að vonandi kannski í siðustu leikjunum detti þetta fyrir okkur og við förum að safna fleirri stigum."


Hefur stökkið milli deilda komið á óvart?
„Við vissum alveg að þetta yrði smá stökk en mér fynnst við búnir að vera seigir í sumar og við verðum bara betri og betri."