mið 12.sep 2018[email protected] Leið Stjörnunnar og Breiðabliks í úrslitaleikinn
Stjarnan lagði Fylki í 32-liða úrslitum.
Hendrickx skoraði í sigri í Breiðholtinu.
Mynd: Raggi Óla
Guðmundur Steinn skoraði þrennu gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Brynjólfur Darri reyndist hetja Blika í undanúrslitum.
Mynd: Raggi Óla
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.
Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.
En hvernig var leið þessara tveggja liða í úrslitaleikinn að þessu sinni?
32-LIÐA ÚRSLIT:
Stjarnan 2 - 1 Fylkir 1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('17, víti)
1-1 Jonathan Glenn ('20)
2-1 Ari Leifsson ('74, sjálfsmark)
Stjarnan mætti nýliðum Fylkis í hörkuleik í Garðabænum þar sem fimm gul spjöld fór á loft og eitt beint rautt.
Breiðablik fór í heimsókn upp í Breiðholt og lék þar við Inkasso-lið Leiknis í hörkuleik þar sem heimamenn luku leik tíu. Hrvoje Tokic, sem fór í Selfoss um mitt sumar, skoraði tvö mörk.
Dramatíkin var svo sannarlega í hámarki þegar Stjarnan heimsótti Inkasso-lið Þórs en eftir að hafa lent undir í framlengingu tryggði Sölvi Snær Garðbæingum áfram.