fim 11.okt 2018
Byrjunarlið U21 gegn Norður-Írlandi: Arnór og Willum byrja
Íslenska U21 árs landsliðið mætir Norður-Írum á Floridanavellinum í Árbænum klukkan 16:45.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast inn á það mót.

Lið gestanna er hinsvegar í smá séns en íslensku strákarnir vilja sennilega koma í veg fyrir að þeir fari með nokkurn skapaðan hlut úr leiknum í dag.

Jón Dagur Þorseinsson og Albert Guðmundsson eru báðir staddir með A-landsliðinu í Frakklandi og eru því hvorugur með í dag.

Willum Þór Willumsson sem var valinn í lið ársins í Pepsideildinni er í byrjunarliði sem og Arnór Sigurðsson leikmaður CSKA. Samúel Kári er fyrirliði í fjarveru Alberts.

Byrjunarlið Íslands:
Aron Snær Friðriksson (M)
Alfons Sampsted
Felix Örn Friðriksson
Torfi Tímóteus Gunnarsson
Axel Óskar Andrésson
Kristófer Ingi Kristinsson
Arnór Sigurðsson
Óttar Magnús Karlsson
Júlíus Magnússon
Willum Þór Willumsson
Samúel Kári Friðjónsson (F)