fim 10.jan 2019
[email protected]
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð
 |
Eiður Aron á landsliðsæfingu í dag. Hann gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun. |
 |
Markvörðurinn Frederik Schram. |
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
|
 |
Arnór Smárason. |
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
|
Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik í Katar á morgun klukkan 16:45. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því fá margir nýir leikmenn tækifæri til að spreyta sig.
Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson er lang reyndastur í hópnum og Fótbolti.net spáir því að hann byrji á morgun.
Í líklegu byrjunarliði má einnig finna liðsfélaga hans Eið Aron Sigurbjörnsson en hann gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun.
Birkir og Eiður eru einu leikmennirnir úr Pepsi-deildinni í líklegu byrjunarliði en aðrir leikmenn spila erlendis.
Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Guðmundur Þórarinsson, Andri Rúnar Bjarnason og Samúel Kári Friðjónsson voru í síðasta landsliðshópi gegn Belgíu og Katar og þeir byrja allir á morgun.
Líklegt byrjunarlið:
Frederik Schram - Roskilde Markvörður Roskilde sem er í 10. sæti dönsku B-deildarinnar.
Birkir Már Sævarsson - Valur Íslandsmeistari með Val. Eini í hópnum núna sem er lykilmaður í landsliðinu.
Hjörtur Hermannsson - Bröndby Þurfti að verma varamannabekkinn í síðustu leikjum fyrir vetrarfrí í Danmörku. Bröndby er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar.
Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur Lykilmaður í vörn Ílandsmeistara Vals.
Böðvar Böðvarsson - Jagiellonia Mikið þurft að verma varamannabekkinn í Póllandi en leikið vel þegar hann hefur fengið tækifærið.
Óttar Magnús Karlsson - Mjallby Nýkominn til Mjallby sem komst upp úr sænsku C-deildinni á síðasta tímabili.
Eggert Gunnþór Jónsson - SönderjyskE Byrjunarliðsmaður hjá SönderjyskE sem er um miðja dönsku úrvalsdeildina.
Samúel Kári Friðjónsson - Valerenga Átti ekki fast sæti hjá Valerenga sem hafnaði í sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Guðmundur Þórarinsson - Norrköping Spilar stórt hlutverk með Norrköping og er eftirsóttur.
Arnór Smárason - Án félags Átti mjög góða frammistöðu með Lilleström á liðnu ári en er nú félagslaus.
Andri Rúnar Bjarnason - Helsingborg Markakóngur þegar Helsingborg vann sænsku B-deildina á liðnu ári.
Aðrir leikmenn:
Ingvar Jónsson - Viborg Hefur staðið vaktina vel í marki Viborg sem er á toppnum í dönsku B-deildinni.
Anton Ari Einarsson - Valur Íslandsmeistari með Val í fyrra. Á einn landsleik að baki.
Adam Örn Arnarson - Félagslaus Yfirgaf Álasund á dögunum eftir að liðið komst ekki upp úr norsku B-deildinni. Framhaldið óljóst.
Davíð Kristján Ólafsson - Breiðablik Er nýliði í hópnum. Hefur staðið sig vel með Breiðabliki.
Axel Óskar Andrésson - Viking Var á láni hjá Viking frá Reading síðari hluta síðasta tímabils og hjálpaði liðinu að vinna norsku B-deildina. Samdi við Viking til frambúðar á dögunum.
Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan Bikarmeistari með Stjörnunni á síðasta tímabili. Á tvo landsleiki að baki.
Jón Dagur Þorsteinsson - Vendsyssel Fastamaður í liði Vendsyssel sem er í 12. sæti í dönsku B-deildinni. Er á láni frá Fulham.
Alex Þór Hauksson - Stjarnan Er einn af nýliðunum í hópnum.
Willum Þór Willumsson - Breiðablik Hefur verið orðaður við Spezia á Ítalíu að undanförnu. Er nýliði í hópnum.
Kolbeinn Birgir Finnsson - Brentford Spilar með U23 ára liði Brentford. Var kallaður inn í hópinn eftir að Kári Árnason meiddist.
Aron Elís Þrándarson - Álasund Er að sigla inn í sitt fimmta tímabil með Álasund. Kristján Flóki Finnbogason - Start Kominn aftur til Start eftir lándsvöl hjá IF Brommapojkarna í Svíþjóð.
|