ţri 22.jan 2019
Kamara á leiđ til Tyrklands á láni
Aboubakar Kamara er á leiđ til tyrkneska félagsins Yeni Malatyaspor á láni út tímabiliđ.

Kamara er franskur sóknarmađur sem gekk í rađir Fulham fyrir einu og hálfu ári og hefur gert 12 mörk í 50 leikjum fyrir félagiđ.

Hann féll úr náđinni hjá Claudio Ranieri, stjóra Fulham, á dögunum eftir ađ hafa lent uppi á kanti viđ Aleksandar Mitrovic í jógatíma.

Ranieri var ekki ánćgđur međ hegđun Kamara í deilunum en ţetta er í annađ skipti sem ţeir eru opinberlega ósáttir á skömmum tíma, eftir ađ Kamara brenndi af vítaspyrnu sem Mitrovic átti ađ taka í mikilvćgum botnslag rétt fyrir áramót.

Kamara, sem er 23 ára, hefur veriđ látinn ćfa međ U23 liđi Fulham síđustu vikuna. Hann á ađ fara í lćknisskođun í Tyrklandi á morgun.