mán 25.feb 2019
Gunnleifur þriðji sem tekinn er inn í úrvalslið áratugarins
Gunnleifur er markvörður Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Þar var hann tekinn inn í úrvalslið áratugarins (2009 til 2019) í efstu deild.

Liðið er valið í tilefni af tíu ára afmæli útvarpsþáttarins á X977.

Óhætt er að mæla með viðtalinu við Gunnleif en það er hægt að heyra í spilaranum hér að ofan.

Gunnleifur er þriðji leikmaðurinn sem opinberaður er inn í þetta úrvalslið en áður höfðu Bjarni Ólafur Eiríksson og Davíð Þór Viðarsson verið teknir inn.



Sjá einnig:
Bjarni Ólafur Eiríksson
Davíð Þór Viðarsson