lau 13.apr 2019
Ķtalķa ķ dag - Juventus tveimur stigum frį titlinum
Juventus getur unniš ķtölsku deildina ķ įttunda skiptiš ķ röš hafi lišiš betur gegn fallbarįttuliši SPAL ķ dag. Juve er meš 20 stiga forystu į Napoli į toppi deildarinnar žegar sjö umferšir eru eftir.

Heimamenn ķ SPAL munu žó ekkert gefa eftir enda ašeins fjórum stigum frį fallsęti sem stendur. Cristiano Ronaldo og Giorgio Chiellini eru ekki ķ leikmannahópi Juventus.

Žaš er annar mikilvęgur leikur į dagskrį sķšar ķ dag žegar Roma tekur į móti Udinese. Roma er einu stigi frį Meistaradeildarsęti og Udinese fjórum stigum fyrir ofan fallsvęšiš.

Stórleikur helgarinnar er svo į dagskrį ķ kvöld žegar AC Milan tekur į móti Lazio. Ašeins žrjś stig skilja lišin aš ķ Meistaradeildarbarįttunni og veršur mikiš um gęši ķ leiknum žar sem hvorugt liš er aš hvķla menn fyrir Evrópukeppnir.

Leikir dagsins:
13:00 SPAL - Juventus (Stöš 2 Sport 2)
16:00 Roma - Udinese (Stöš 2 Sport 2)
18:30 AC Milan - Lazio (Stöš 2 Sport 2)