mán 15.apr 2019
[email protected]
Ítalía í dag - Atalanta nær AC Milan með sigri
 |
Duvan Zapata hefur verið iðinn í markaskorun fyrir Atalanta á tímabilinu. |
Eins og í úrvalsdeildunum á Englandi og Spáni þá er einn leikur í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Í leiknum mætast Atalanta og Empoli á heimavelli fyrrnefnda liðsins.
Atalanta er í Evrópubaráttu og getur með sigri í dag komist upp fyrir Roma í fimmta sæti deildarinnar. Roma vann Udinese um helgina og er með tveimur stigum meira en Atalanta.
Atalanta mun ekki einungis komast upp fyrir Roma því liðið kemst einnig upp fyrir AC Milan sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Empoli er í 18. sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.
Leikur dagsins: 18:30 Atalanta - Empoli
|