fim 18.apr 2019
Mjólkurbikarinn: Afturelding og Þróttur í 32-liða úrslit
Hlynur skoraði sigurmark Aftureldingar í dag.
Tveir leikir hófust klukkan 13:00 í Mjólkurbikar karla. Afturelding tók á móti Selfossi í Mosfellsbæ og á Eimskipssvellinum tók Þróttur á móti Reyni.

Selfoss komst yfir gegn Aftureldingu eftir vítaspyrnu á 21. mínútu. Hrvoje Tokic hefur verið iðinn við kolann í vetur og skoraði af punktinum.

Ragnar Már Lárusson skoraði næstu tvö mörk leiksins fyrir Aftureldingu sitt hvorum megin við hálfleikinn. Á 72. mínútu jafnaði Valdimar Jóhansson leikinn en mínútu seinna kom Hlynur Magnússon Aftureldingu aftur yfir. Selfoss gerði sitt besta til að jafna en Afturelding hélt út.

Inkasso-lið Þróttara gerði vel og lagði 3. deildarlið Reyni frá Sandgerði 2-0 á Eimskipsvellinum. Jasper Van Der Heyden kom heimamönnum yfir eftir vond varnarmistök og í uppbótartíma skoraði varamaðurinn Gústav Kári Óskarsson í autt markið.

Þróttur R. og Afturelding eru því komin í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Afturelding 3-2 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic ('21, víti)
1-1 Ragnar Már Lárusson ('30)
2-1 Ragnar Már Lárusson ('51)
2-2 Valdimar Jóhannsson ('72)
3-2 Hlynur Magnússon ('73)
Lestu meira um leikinn hér

Þróttur 2-0 Reynir S.
1-0 Jasper Van Der Heyden ('20)
2-0 Gústav Kári Óskarsson ('91)
Lestu meira um leikinn hér