fim 18.apr 2019
Mjólkurbikarinn: Njarðvík skoraði 6 í fyrri hálfleik
Njarðvík og Augnablik eru komin áfram eftir góða sigra í Mjólkurbikarnum í dag.

Njarðvík skoraði sex mörk á 21 mínútu á útivelli gegn Hvíta riddaranum og komst auðveldlega í gegn. Arnar Helgi Magnússon og Andri Gíslason skoruðu tvennu hvor.

Augnablik skoraði þá þrjú gegn ÍH og fékk leikmaður úr hvoru liði rautt spjald í síðari hálfleik.

Hvíti riddarinn 0 - 6 Njarðvík
0-1 Andri Gíslason ('15)
0-2 Kenneth Hogg ('19)
0-3 Arnar Helgi Magnússon ('22)
0-4 Arnar Helgi Magnússon ('29)
0-5 Bergþór Ingi Smárason ('35)
0-6 Andri Gíslason ('36)

ÍH 0 - 3 Augnablik
0-1 Markaskorara vantar ('21)
0-2 Markaskorara vantar ('44)
0-3 Markaskorara vantar ('90)
Rautt spjald: Augnablik ('69)
Rautt spjald: Jón Már Ferro, ÍH ('78)