fim 18.apr 2019
Evrópudeildin: Arsenal vann í Napolí - Chelsea fékk ţrjú á sig
Arsenal og Chelsea eru komin áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir sigra í leikjum kvöldsins.

Arsenal heimsótti Napoli eftir 2-0 sigur á heimavelli. Napoli kom knettinum tvívegis í netiđ í leiknum en ekki dćmt mark vegna rangstöđu. Endursýningar sýndu ađ rangstćđurnar voru báđar afar tćpar, en engin myndbandsdómgćsla í Evrópudeildinni.

Alexandre Lacazette skorađi eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu af löngu fćri. Aukaspyrnan var glćsileg og kom Alex Meret í marki Napoli engum vörnum viđ. Hann sá ekki knöttinn fyrir leikmönnum Arsenal sem stóđu í veggnum og fór fast skot Lacazette í netiđ.

Napoli komst nokkrum sinnum nálćgt ţví ađ skora og sömuleiđis fékk Pierre-Emerick Aubameyang dauđafćri en Meret varđi meistaralega. Arsenal verđskuldar ađ fara áfram gegn slöku liđi Napoli sem hefur átt slćman síđari hluta tímabils eftir frábćran fyrri hluta.

Chelsea lagđi ţá Slavia Prag ađ velli eftir ađ hafa sigrađ fyrri leikinn 0-1 í Tékklandi. Chelsea lék á alls oddi í fyrri hálfleik og komst í 4-1 eftir 27 mínútur. Gestirnir frá Prag skoruđu tvö í síđari hálfleik og lauk leikum međ naumum 4-3 sigri og erfiđleikar í varnarleik Chelsea augljósir.

Valencia sló ţá Villarreal úr leik međ 2-0 sigri á heimavelli eftir 1-3 sigur í fyrri umferđinni og ţá komst Eintracht Frankfurt áfram gegn Benfica. Benfica hafđi unniđ fyrri leikinn 4-2 í Portúgal en Frankfurt fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-0 sigur heima.

Arsenal byrjar á heimaleik gegn Valencia í undanúrslitunum. Frankfurt tekur á móti Chelsea ţar sem Lundúnarliđin mega ekki spila heimaleiki á sama kvöldi.

Napoli 0 - 1 Arsenal (0-3 samanlagt)
0-1 Alexandre Lacazette ('36 )

Valencia 2 - 0 Villarreal (5-1 samanlagt)
1-0 Lato ('13 )
2-0 Daniel Parejo ('54 )

Eintracht Frankfurt 2 - 0 Benfica (4-4 samanlagt)
1-0 Filip Kostic ('36 )
2-0 Sebastian Rode ('67 )

Chelsea 4 - 3 Slavia Praha (5-3 samanlagt)
1-0 Pedro ('5 )
2-0 Simon Deli ('10 , sjálfsmark)
3-0 Olivier Giroud ('17 )
3-1 Tomas Soucek ('26 )
4-1 Pedro ('27 )
4-2 Petr Sevcik ('51 )
4-3 Petr Sevcik ('54 )