fim 18.apr 2019
Hannes byrjar Pepsi Max-deildina í leikbanni
Hannes fékk klaufalegt rautt spjald.
Landsliđsmarkvörđurinn Hannes Ţór Halldórsson verđur í leikbanni í fyrsta leik Vals í Pepsi Max-deildinni á ţessu tímabili.

Hannes, sem gekk í rađir Íslandsmeistarana nýlega, fékk rauđa spjaldiđ í leik Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni KSÍ en leikurinn stendur yfir.

Hannes fékk rautt í lok fyrri hálfleiksins en Meistarakeppni KSÍ og Íslandsmót telja saman varđandi agaviđurlög.

„Hannes međ hrikaleg mistök og missir boltann til Ţorsteins Más og brýtur svo á honum rétt fyrir utan vítateig. Framtíđ Antons Ara hefur veriđ mikiđ í umrćđunni eftir ađ Valsmenn sömdu viđ Hannes en hann fćr nú frábćrt tćkifćri til ađ sanna sig eftir afdrifarík mistök landsliđsmarkvarđarins," skrifađi Arnór Heiđar Benónýsson sem textalýsir leiknum.

Hannes verđur í banni ţegar Valur mćtir Víkingi Reykjavík í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar á föstudaginn í nćstu viku. Ljóst er ađ Anton Ari Einarsson verđur í markinu í ţeim leik.

Stađan í leiknum milli Vals og Stjörnunnar er markalaus ţegar ţessi frétt er skrifuđ.

Smelltu hér til ađ fara í textalýsingu frá leiknum


Ţú getur keypt Anton Ara og Hennes Ţór í ţitt draumaliđ. Smelltu hér til ađ taka ţátt í leiknum!