sun 21.apr 2019
Gunnhildur byrjar á sigri - Dagný kom inná í markaleik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allar níutíu mínúturnar þegar lið hennar, Utah Royals, sigraði Washingon Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni.

Lokatölur urðu 1-0 en þetta var fyrsti leikur Utah á tímabilinu.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 10. mínútu en það gerði Lo'eau Labonta fyrir Utah. Þetta er einungis annað tímabil Utah í deildinni en liðið var stofnað árið 2017.

Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á varamannabekk Portland Thorns þegar liðið mætti Chicago Red Stars. Leikurinn var fjörugur en honum lauk með 4-4 jafntefli.

Dagný kom inná á lokamínútu leiksins. Portland er með fjögur stig eftir tvo leiki.