sun 21.apr 2019
Svíþjóð: Glódís Perla í sigurliði í Íslendingaslag
Glódís Perla
Rosengard 5-1 Kristianstad

Rosengard vann í dag lið Kristianstad í sænsku Allsvenskan. Heimakonur í Rosengard leiddu í hálfleik, 2-0 og bættu í í seinni hálfleik og unnu að lokum 5-1 sigur.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengard og spilaði allan leikinn.

Hjá Kristianstad leika þær Sif Atladóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Þær voru allar í byrjunarliði Kristianstad. Sif og Svava spiluðu allan leikinn en Þórdísi var skipt af velli á 62. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðs Kristianstad.

Leikurinn var í annar leikur liðanna í deildinni og Rosengard er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Kristianstad hefur þrjú stig.