fs 10.ma 2019
Kolbeinn rar: tla a skora r eim frum sem g f - etta er ekki flki!
Kolbeinn skorai tv mrk dag.
Kolbeinn var grarlega sttur eftir 3-1 sigur gegn Vkingum dag 3. umfer Pepsi Max deildarinnar.
Leikurinn fr fram Wurth vellinum rbnum.

„Ég er mjög sáttur, við spiluðum vel í dag og unnum góðan 3-1 sigur.'' Sagði Kolbeinn strax eftir leik.

„Já ég er mjög sáttur með það.'' Sagði Kolbeinn þegar fréttaritari nefndi að hann væri í hóp öflugra manna yfir markahæstu menn deildarinnar. En Kolbeinn er kominn með þrjú mörk ásamt Nikolaj Hansen, Hallgrím Mar og Halldór Orra.

„Ég ætla bara að skora úr þeim færum sem ég fæ - þetta er ekki flókið'' Hélt Kolbeinn áfram, spurður hvort hann væri með einhver markmið varðandi markaskorun.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Kolbeinn meðal annars um það að spila á kantinum, markaskorun áður fyrr og liðsfélagana.