miđ 15.maí 2019
Holland: Ajax meistari og Elías Már skorađi
Ajax er meistari í fyrsta sinn síđan 2014.
Elías Már skorađi.
Mynd: NordicPhotos

Lokaumferđin í hollensku úrvalsdeildinni fór fram í dag. Ajax var í kjörstöđu fyrir umferđina og varđ á engin mistök gegn Graafschap á útivelli.

Stađan var 2-1 fyrir Ajax í hálfleik og í seinni hálfleiknum gekk Dusan Tadic frá leiknum međ tveimur mörkum og lokatölur 4-1 fyrir Ajax.

PSV vann á sama tíma 3-1 sigur á Heracles. Ajax vinnur deildina međ ţriggja stiga forskot á PSV.

Frábćr tímabil hjá Ajax. Liđiđ er hollenskur deildarmeistari og bikarmeistari. Einnig komst liđiđ í undanúrslit Meistaradeildarinnar og var hársbreidd frá ţví ađ komast í úrslitaleikinn.

Ţetta er í fyrsta sinn frá 2014 ţar sem Ajax er hollenskur meistari. Erik Ten Hag ađ gera frábćra hluti međ ţetta liđ.

Elías Már skorađi
Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir Excelsior gegn AZ Alkmaar. Elías gerđi ţrennu í síđustu umferđ og endar hann tímabiliđ međ sjö mörk í 23 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á ţessari leiktíđ.

Albert Guđmundsson lék 64 mínútur fyrir AZ og fékk ađ líta gula spjaldiđ. Mikael Anderson sat allan tímann á bekknum hjá Excelsior sem vann leikinn 4-2.

Excelsi­or er á leiđ í um­spil um laust sćti í hol­lensku úr­vals­deild­inni ađ ári ţar sem liđiđ mćt­ir liđi úr B-deild­inni

AZ endar í fjórđa sćti og fer í Evrópudeildina á nćstu leiktíđ.