sun 19.maí 2019
Byrjunarlið Stjörnunnar og KA: Nokkuð breytt Stjörnulið
Baldur er á bekknum.
Hallgrímur kemur inn í lið KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Klukkan 17:00 hefst leikur Stjörnunnar og KA í Pepsi Max-deildinni. Leikurinn er í Garðabæ.

Stjarnan er í þriðja sæti fyrir leikinn með átta stig á meðan KA er í tíunda sæti með þrjú stig.

Stjarnan vann Víking R. 4-3 í síðustu umferð og gerir frá þeim leik nokkrar breytingar. Daníel Laxdal, Þorri Geir Rúnarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Brynjar Gauta Guðjónsson, Jósef Kristin Jósefsson, Baldur Sigurðsson og Eyjólf Héðinsson.

KA tapaði 1-0 gegn Breiðablik í síðustu umferð. Óli Stefán Flóventsson gerir aðeins eina breytingu. Haukur Heiðar Hauksson er á bekknum og Hallgrímur Jónasson kemur inn.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Martin Rauschenberg (f)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
29. Alex Þór Hauksson

Byrjunarlið KA:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
6. Hallgrímur Jónasson (f)
7. Almarr Ormarsson
8. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Uppfært: Callum Williams meiddist í upphitun og kom Haukur Heiðar Hauksson inn í byrjunarliðið í hans stað.

Beinar textalýsingar:
16:00 ÍBV - Víkingur
17:00 Stjarnan - KA
19:15 Breiðablik - ÍA