sun 19.maí 2019
2. deild kvenna: Grótta skoraði sjö gegn Sindra
Taciana var með þrjú.
Grótta 7 - 1 Sindri
1-0 María Lovísa Jónasdóttir ('5)
2-0 Taciana Da Silva Souza ('8)
3-0 Hrafnhildur Fannarsdóttir ('21, víti)
4-0 Taciana Da Silva Souza ('23)
4-1 Alexandra Taberner Tomas ('25)
5-1 Tinna Jónsdóttir ('57)
6-1 Taciana Da Silva Souza ('68)
7-1 Tinna Jónsdóttir ('76)

Grótta gjörsamlega rúllaði yfir Sindra er liðin mættust í eina leik dagsins í 2. deild kvenna.

Þetta var fyrsti leikur tímabilsins fyrir bæði lið og fóru Seltirningar talsvert betur af stað en staðan var orðin 2-0 eftir 8 mínútna leik.

María Lovísa Jónasdóttir gerði fyrra markið og Taciana Da Silva Souza það seinna, en hún setti þrennu í leiknum. Hrafnhildur Fannarsdóttir skoraði úr vítaspyrnu og þá gerði Tinna Jónsdóttir tvö mörk í seinni hálfleik.

Alexandra Taberner Tomas gerði eina mark gestanna á 25. mínútu leiksins og minnkaði muninn í 4-1.