sun 19.maí 2019
Inkasso-kvenna: FH sótti stigin þrjú í mögnuðum leik
Nótt skoraði þrennu.
Tindastóll 4 - 6 FH
1-0 Jacqueline Altschuld ('8)
1-1 Nótt Jónsdóttir ('14)
2-1 Murielle Tiernan ('18)
3-1 Guðrún Jenný Ágústsdóttir ('22)
3-2 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('35)
3-3 Nótt Jónsdóttir ('47)
3-4 Nótt Jónsdóttir ('64)
3-5 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
3-6 Margrét Sif Magnúsdóttir ('76)
4-6 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('83)

Það var magnaður leikur í Inkasso-deild kvenna í dag þegar FH fór norður og heimsótti Tindastól.

Tindastóll komst yfir á áttundu mínútu með marki Jacqueline Altschuld. Nótt Jónsdóttir jafnaði fyrir FH á 14. mínútu en Murielle Tiernan var fljót að koma Stólunum aftur yfir.

Guðrún Jenný Ágústsdóttir kom Tindastól í 3-1 áður en Helena Ósk Hálfdánardóttir minnkaði muninn. Staðan var 3-2 í hálfleik fyrir heimakonur.

FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Nótt Jónsdóttir jafnaði með sínu öðru marki og á 64. mínútu fullkomnaði hún þrennuna. Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði sitt annað mark og fimmta mark FH á 72. mínútu og stuttu síðar skoraði Margrét Sif Magnúsdóttir sjötta markið fyrir FH-inga.

Vigdís Edda Friðriksdóttir klóraði í bakkann fyrir Tindastól á 83. mínútu og þar við sat. Lokatölur 6-4 fyrir FH í þessum geggjaða leik.

FH er í þriðja sæti með fjögur stig. Tindastóll er með þrjú stig í fimmta sæti. Lesa má um önnur úrslit dagsins hérna.