mán 20.maí 2019
Liverpool mætt til Spánar
Mohamed Salah var brosandi á flugvellinum.
Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru mættir til Spánar þar sem þeir æfa sig á Marbella fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liverpool leikur gegn Tottenham í úrslitaleik í Madríd þann 1. júní.

Liverpool sló Barcelona út í undanúrslitum á ótrúlegan hátt og lauk ensku úrvalsdeildinni með sigri á Úlfunum en það dugði ekki til að landa Englandsmeistaratitlinum.

Liverpool hópurinn flaug til Spánar í morgun en Roberto Firmino var mættur þangað á undan. Hann hefur verið að vinna í að verða klár fyrir úrslitaleikinn.

Brasilíumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en séræfingar með sjúkraþjálfurum Liverpool hafa gengið vel.

Æfingahópur Liverpool: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Jones, Keita, Kelleher, Lallana, Lovren, Mane, Matip, Mignolet, Milner, Moreno, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Sturridge, Van Dijk, Wijnaldum, Woodburn.