ri 21.ma 2019
Lilja: a tti kannski a senda mig oftar fr
„Þetta er svo ljúft" sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir leikmaður KR eftir 2-1 sigur á ÍBV og jafnframt þeirra fyrsta sigur í sumar.

„Ég er ánægðust með baráttuna, við lendum í því að verða einum færri rétt fyrir hálfleik þannig ég er bara ótrúlega stolt af stelpunum og öllum að hafa barist til enda. Þetta var svolítið tæpt í lokin en við höfðum þetta af."

Lilja var að koma heim frá Egyptalandi í gærkvöldi. Hún mætti klár í þennan leik og skoraði fyrra mark KR-inga.

„Það var einhver sem nefndi að það ætti kannski að senda mig oftar í frí en ég held ég myndi missa af helmingnum af leikjunum þannig það er kannski ekkert sniðugt."

Næsti leikur KR er á þriðjudaginn gegn Blikum. Sá leikur leggst mjög vel í Lilju.

„Það er náttúrulega gott að fá fyrstu stigin og fá sigur og smá sjálfstraust í hópinn. Við mætum bara í þann leik eins og í alla leiki, við ætlum að vinna hann eins og aðra leiki."