miđ 22.maí 2019
Sarri segist vera ánćgđur hjá Chelsea
Maurizio Sarri.
Framtíđ ítalska knattspyrnustjórans Maurizio Sarri hjá Chelsea hefur mikiđ veriđ í umrćđunni, Sarri stýrđi Chelsea í 3. sćtiđ í ensku úrvalsdeildinni og í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínu fyrsta tímabili á Englandi.

Sarri hefur veriđ orđađur viđ endurkomu í ítalska boltann og nú síđast var hann orđađur viđ stjórastarfiđ hjá Ítalíumeisturum Juventus.

„Í augnablikinu er ég bara međ leikinn á miđvikudaginn í huganum, ţađ er ţađ sem skiptir öllu máli núna. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hér og ég hef ekkert átt í samskiptum viđ önnur félög," sagđi Sarri sem er ađ undirbúa Chelsea fyrir úrslitaleikinn í Evrópudeildinni ţann 29. maí.

„Eftir úrslitaleikinn mun ég rćđa viđ stjórn félagsins og fá ţeirra álit á störfum mínum á tímabilinu en eins og ég segi ţá á ég enn tvö ár eftir af samningi mínum hér. Mér finnst enska úrvalsdeildin vera frábćr deild, ţetta er besta deild í heimi, mér finnst frábćrt ađ vera hér."

„Chelsea er eitt af stćrstu liđunum í úrvalsdeildinni og ég er mjög, mjög ánćgđur hér. Ég mun rćđa viđ stjórn félagsins um stöđuna eftir úrslitaleikinn eins og oft er gert í lok tímabils," sagđi Sarri.