fim 23.maí 2019
Þýskaland: Jafnt hjá Stuttgart og Union Berlin í umspilinu
Mario Gomez skoraði fyrir Stuttgart.
Stuttgart 2 - 2 Union Berlin
1-0 Christian Gentner ('41)
1-1 Suleiman Abdullahi ('43)
2-1 Mario Gomez ('51)
2-2 Marvin Friedrich ('68)

Stuttgart og Union Berlin mættust í umspili um síðasta lausa sætið í efstu deild þýska boltans fyrr í kvöld.

Christian Gentner kom Stuttgart yfir undir lok fyrri hálfleiks en Suleiman Abdullahi jafnaði tveimur mínútum síðar.

Gamli markarefurinn Mario Gomez kom inn af bekknum í hálfleik og var búinn að skora nokkrum mínútum síðar, eftir gott einstaklingsframtak og mikla heppni þar sem skot hans fór af varnarmanni og inn.

Gestirnir úr B-deildinni héldu áfram að gefa heimamönnum leik og jöfnuðu með skallamarki frá Marvin Friedrich eftir hornspyrnu.

Meira var ekki skorað og er úrslitaleikur framundan á mánudaginn.