fim 23.maÝ 2019
Sindri Kristinn: Drullu f˙ll a­ hafa ekki unni­ ■ennan leik
Sindri Kristinn Ëlafsson markma­ur KeflavÝkur
KeflvÝkingar heimsˇttu brŠ­ur sÝna Ý Njar­vÝk n˙ Ý kv÷ld ■egar 4.Umfer­ Inkasso deildar karla fˇr af sta­ su­ur me­ sjˇ en ■etta var Ý fysta sinn sÝ­an 2003 sem ■essi nßgrannali­ mŠtast Ý alv÷ru keppnisleik og ■vÝ var ekki ˙r vegi a­ spyrja ˙t Ý tilfiningunna ß bakvi­ ■a­.

„Hún er svona frekar blendinn, það var mikil spenna fyrir leiknum að fara í þennann Reykjanesbæjarslag, fyrsta slaginn síðan 2003 og það var mikil spenna í okkur, mikið af ungum leikmönnum hjá okkur að spila sinn fyrsta stórslag, það var troðfullt á vellinum og mjög gaman og er eiginlega bara drullu fúll að hafa ekki unnið þennan leik." Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflavíkur eftir leik.

Rúnar Þór Sigurgeirsson sem er búin að vera besti leikmaður Keflavíkur í upphafi móts þurfti að hætta leik snemma í dag vegna meiðsla en riðlaði það ekkert til planinu fyrir leikinn?
„ Svona í nokkrar mínútur, við misstum Rúnar útaf snemma og hann er búin að vera besti maðurinn okkar það sem af er tímabili en Cezary er búin að vera frábær í vetur og búin að sitja þögull á bekknum en kemur aftur inn í þetta bara frábærlega, við erum með mjög samheldinn hóp og erum allir í þessu saman og hann í rauninni bjargar því fyrir okkur að lenda ekki 1-0 undir þegar hann ver frábærlega þarna á línu svo það skipti eki neinu máli þó að Rúnar hafi farið útaf."

Mikil spenna og eftirvænting var fyrir þennan leik í bæjarfélaginu en aðspurður hvort að þessi leikur hafi verið eitthvað sérstakari en hver annar hafði Sindri þetta að segja. 
„Það er nú gömul klysja að hver leikur er eins og hver annar leikur en þetta var öðruvísi, við vorum að spila Keflavík-Njarðvík og áhorfendur voru svolítið lengi að taka við sér og við líka , við vorum steinsofandi fyrstu mínúturnar, bæði lið en þetta var aðeins öðruvísi en mjög skemmtilegt."

Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn kemur en Sindi er mjög sáttur við að fá að spila þann leik á Nettó vellinum i Keflavík.
„Við meigum búast við betri fótboltaleik, með fullri virðingu fyrir Njarðvík, frábært lið en völlurinn hjá þeim er mjög slakur og erfitt að halda boltanum, ég ætla ekki að kenna vellinum um hvernig fór en okkar völlur er frábær og ég held að við náum að binda boltann betur þar og ég held við getum séð betri leik frá báðum liðum þar."