fös 24.maí 2019
Jonas Lössl í Everton (Stađfest)
Danski markvörđurinn Jonas Lössl hefur gengiđ í rađir Everton frá Huddersfield.

Lössl hefur skrifađ undir ţriggja ára samning viđ Everton sem gildir til ársins 2022.

Sá danski lék 31 leik međ Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni á nýafstađinni leiktíđ ţar sem félagiđ reiđ ekki feitum hesti og endađi á botni deildarinnar međ ađeins 16 stig. Hann lék tvö tímabil međ Huddersfield í úrvalsdeildinni, ţađ fyrra á láni frá ţýska félaginu Mainz.

Ţar áđur hafđi hann leikiđ međ Guingamp og Midtjylland í heimalandi sínu.

Lössl er hugsađur sem varaskeifa fyrir Jordan Pickford, ađalmarkvörđ Everton.