lau 25.maí 2019
Spánn í dag - Vinnur Barcelona bikarinn fimmta árið í röð?
Barcelona vann bikarinn í fyrra.
Santi Mina hefur skorað fjögur mörk í bikarnum í ár.
Mynd: NordicPhotos

Úrslitaleikur í spænska Konungsbikarnum fer fram í dag. Leikið er á Estadio Benito Villamarín í Sevilla.

Í úrslitaleiknum mæta Spánarmeistarar Barcelona liði Valencia.

Barcelona sló út Valencia í undanúrslitum keppninnar í fyrra og vann svo Sevilla í úrslitaleiknum. Barcelona hefur unnið keppnina síðustu fjögur tímabil og alls þrjátíu sinnum alls.

Valencia hefur unnið keppnina sjö sinnum, síðast árið 2008. Valencia hefur slegið út Gijon, Getafe og Betis í síðustu þremur umferðunum. Barcelona sló út Levante, Sevilla og Real Madrid í sínum síðustu þremur umferðum.

Spánn Konungsbikar - laugardagur 25. maí
19:00 Barcelona - Valencia