fös 24.maí 2019
Inkasso-kvenna: Þróttur efst með fullt hús stiga
Andrea Rut gerði fjórða mark Þróttar í kvöld.
Fimm leikir fóru fram í Inkasso deild kvenna í kvöld.

Þróttur skellti sér á topp deildarinnar og er nú eina liðið með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir þar sem Haukar unnu Augnablik í kvöld.

Staðan var 1-1 hjá Þrótti og Tindastól í hálfleik en í seinni hálfleik bættu Þróttarar í og sigruðu hálfleikinn 3-1 og lekinn þar með 4-2.

Afturelding vann góðan 5-2 sigur á ÍR í Mosfellsbæ. ÍR komst yfir en Afturelding svaraði með fimm mörkum áður en Sigrún Erla Lárusdóttir minnkaði muninn fyrir ÍR þegar skammt var eftir af leiknum.

Haukar sigruðu eins og áður segir gegn Augnablik með marki í uppbótartíma. Þar var á ferðinni Sigurrós Eir Guðmundsdóttir. Markalaust var á Skipaskaga þar sem ÍA tók á móti Grindavík.

Þá vann FH góðan sigur á Fjölni þar sem Margrét Sif og Úlfa Dís gerðu mörk FH.

Þróttur R. 4 - 2 Tindastóll
1-0 Linda Líf Boama ('14)
1-1 Murielle Tiernan ('19)
2-1 Rakel Sunna Hjartardóttir ('55)
2-2 Murielle Tiernan ('56)
3-2 Lauren Wade ('61)
4-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('70)
Lestu meira um leikinn hér.

Afturelding 5 - 2 ÍR
0-1 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('18)
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('19, misnotað víti)
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('36)
2-1 Anna Bára Másdóttir ('38, sjálfsmark)
3-1 Samira Suleman ('45)
4-1 Samira Suleman ('56, víti)
5-1 Eydís Embla Lúðvíksdóttir ('58)
5-2 Sigrún Erla Lárusdóttir ('83)
Lestu meira um leikinn hér.

Augnablik 0 - 1 Haukar
0-1 Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('90+3)

ÍA 0-0 Grindavík

FH 2 - 0 Fjölnir
1-0 Margrét Sif Magnúsdóttir ('26)
2-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('89
Lestu meira um leikinn hér.